Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Frikki Stef áfram hjá Njarðvík
Miðvikudagur 20. apríl 2005 kl. 11:01

Frikki Stef áfram hjá Njarðvík

Mikið hefur verið talað um að körfuknattleiksmaðurinn Friðrik Stefánsson í Njarðvík sé að fara frá bikarmeisturunum. Þessi orðrómur hefur sérstaklega myndast þar sem Friðrik varð samningslaus eftir tímabilið. Friðrik sagði hinsvegar í samtali við Víkurfréttir að þessar sögusagnir séu ekki á neinum rökum reistar „Ég er ekki á förum neitt og á bara eftir að skrifa undir hjá Njarðvík á næstu dögum. Ég hef ekkert verið að hleypa öðrum liðum að mér og ætla mér að spila með Njarðvík á næsta tímabili“ Sagði Friðrik, en hugur hans er hjá Njarðvík.

 

Vf-mynd/úr safni

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024