Friðrik Ragnarsson semur til eins árs
Friðrik Ragnarsson, þjálfari Njarðvíkinga í körfuknattleik, hefur gert nýjan samning við félagið til eins árs og mun því halda áfram þjálfun liðsins að minnsta kosti eitt tímabil til viðbótar. Friðrik Ragnarsson hefur verið með liðið í þrjú ár og á þeim tíma hefur liðið unnið alla helstu titlana sem í boði eru.