HS Veitur
HS Veitur

Íþróttir

Friðrik Ingi hættir hjá KKÍ
Friðrik (t.h.) var um tíma aðstoðarmaður Sigurðar Ingimundar hjá landsliði Íslands. Hann var einnig þjálfari landsliðsins um tíma. [email protected]
Föstudagur 31. janúar 2014 kl. 12:16

Friðrik Ingi hættir hjá KKÍ

Njarðvíkingurinn Friðrik Ingi Rúnarsson framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands hættir störfum núna um mánaðamótin en KKÍ sendi í dag frá sér eftirfarandi tilkynningu:

„Vegna hagræðingar á rekstri KKÍ hefur stjórnin ákveðið að Friðrik Ingi Rúnarsson framkvæmdastjóri KKÍ láti af stöfum hjá sambandinu nú um mánaðarmótin. Stjórn KKÍ þakkar Friðriki Inga gott starf fyrir KKÍ og körfuknattleikshreyfinguna  í störfum sínum sem framkvæmdastjóri og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.“

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Friðrik hefur gengt starfi framkvæmdastjóra KKÍ frá árinu 2006. Áður átti Friðrik farsælan feril sem þjálfari Njarðvíkinga, KR-inga og Grindvíkinga þar sem hann vann til þriggja Íslandsmeistaratitla, tveir þeirra komu með Njarðvík (91' og 98) og einn með Grindvíkingum (96'). Friðrik þjálfaði einnig landsliðið um tíma.

Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025