Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Friðrik í 100 leiki í stórsigri Íslands
Miðvikudagur 6. júní 2007 kl. 19:21

Friðrik í 100 leiki í stórsigri Íslands

Miðherjinn Friðrik Erlendur Stefánsson fyrirliði körfuknattleiksliðs Njarðvíkur og aðalmiðherji A-landsliðs Íslands lék í dag sinn 100. landsleik fyrir Íslands hönd. Ísland mætti Lúxemburg á Smáþjóðaleikunum og hafði íslenska liðið stórsigur í leiknum, 92-63 en Friðrik gerði 2 stig í þessum 100. leik.

 

Þá gerði Njarðvíkingurinn Jóhann Árni Ólafsson sín fyrstu stig fyrir A-landsliðið í dag en hann setti niður 2 stig.

 

Leikurinn var nokkuð jafn til að byrja með, en um miðjan fyrsta leikhluta stungu Íslendingar af. Logi Gunnarsson var stigahæstur Íslendinga með 21 stig, Brenton Birmingham skoraði 19 stig, Páll Axel Vilbergsson 13, Helgi Már Magnússon 10, Brynjar Björnsson 9, Kristinn Jónasson 6, Þorleifur Ólafsson 5, Hreggviður Magnússon 4, Jóhann Árni Ólafsson 2, Friðrik E. Stefánsson 2 og Hörður Axel Vilhjálmsson 1 stig. Magnús Gunnarsson komst ekki á blað að þessu sinni.

 

Á morgun mæta Íslendingar heimamönnum í Mónakó, en Mónakó tapaði fyrir Kýpur í gær og leika við San Marínó í dag.

 

Heimild: www.kki.is

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024