Friðrik endurkjörinn formaður KKD UMFN

Aðalfundur Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur fór fram í gær þar sem Friðrik Pétur Ragnarsson var endurkjörinn formaður deildarinnar. Annað árið í röð var fjölskipað í stjórn deildarinnar með alls 11 einstaklingum en þær Sigurbjörg og Helga Jónsdætur stigu frá stjórn og inn í þeirra stað í stjórn komu Róbert Þór Guðnason og Vala Rún Vilhjálmsdóttir.
 
Stjórn Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur 2018-2019.
 
Friðrik Pétur Ragnarsson – formaður
Páll Kristinsson
Jón Björn Ólafsson
Jakob Hermannsson
Vala Rún Vilhjálmsdóttir
Róbert Þór Guðnason
Emma Hanna Einarsdóttir
 
Varastjórn:
Skúli Björgvin Sigurðsson
Haukur Einarsson
Berglind Kristjánsdóttir
Helga Guðmundsdóttir
 
Eins og áður kemur fram ganga þær Helga Jónsdóttir og Sigurbjörg Jónsdóttir úr stjórn og vill ný stjórn koma á framfæri innilegu þakklæti til þeirra fyrir vel unnin störf í þágu deildarinnar. Nýkjörin stjórn tók til starfa að loknum aðalfundi og skipti með sér verkum.
 
Formaður: Friðrik Pétur Ragnarsson
Varaformaður: Páll Kristinsson
Gjaldkeri: Vala Rún Vilhjálmsdóttir
Ritari: Jón Björn Ólafsson
Meðstjórnendur:
Jakob Hermannsson
Róbert Þór Guðnason
Emma Hanna Einarsdóttir