Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Friðrik bestur og Hjörtur hlaut Elfarsbikarinn
Laugardagur 21. maí 2005 kl. 11:44

Friðrik bestur og Hjörtur hlaut Elfarsbikarinn

Lokahóf Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur fór fram í íþróttamiðstöðinni í Njarðvík á fimmtudag. Góð mæting var á hófið jafnt frá iðkendum sem og foreldrum. Þau Friðrik Stefánsson og Helga Jónasdóttir voru valin bestu leikmenn meistaraflokka félagsins en Hjörtur Hrafn Einarsson hlaut Elfarsbikarinn sem var afhentur í sextánda sinn.

Hjörtur Hrafn hefur verið einn besti leikmaður hins sigursæla 10. flokks Njarðvíkur undanfarin ár. Á síðastliðnu ári hefur Hjörtur haft nóg að gera í boltanum. Hann varð Norðurlandameistari með ´88 árgangi í maí 2004 og í framhaldinu sigraði sama lið B deild EM og tryggði Íslendingum sæti í A deild í ár. Þar var Hjörtur lykilmaður í byrjunarliði Íslands. Hér heima hefur hann ekki aðeins verið lykilmaður 10. flokks heldur er hann einn af burðarásum drengjaflokks og kom svo sterkur inn í öflugt unglingaflokkslið á lokasprettinum. Hjörtur átti frábært Norðurlandamót nú á dögunum með U 16 þar sem hann skoraði 26 stig og tók 12 fráköst að meðaltali í 5 landsleikjum og skaut m.a. 65% úr 2 ja stiga skotum sínum og 55% úr 3 ja stiga skotum. Liðið varð í öðru sæti á mótinu og sigraði í 4 af 5 leikjum sínum.
Hjörtur hefur jafnframt hafið æfingar með meistaraflokki félagsins og er eflaust ekki langt að bíða þess að kappinn verði farinn að láta að sér kveða þar.

Meistaraflokkur kvenna:
Besti varnarmaður: Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir
Efnilegasti leikmaður: Petrúnella Skúladóttir
Besti leikmaður: Helga Jónasdóttir

Meistaraflokkur karla:
Besti varnarmaður: Friðrik Erlendur Stefánsson
Efnilegasti leikmaður: Guðmundur Jónsson
Besti leikmaður: Friðrik Erlendur Stefánsson

Eftirtaldir fengu einstaklingsverðlaun:

Minnibolti 10 ára stúlkur:
Besta æfingasókn: Marín Magnúsdóttir
Mestu framfarir: María Arnarsdóttir
Besti leikmaður: Ásdís Vala Freysdóttir

Minnibolti 11 ára stúlkur:
Besta æfingasókn: Árnína Lena Rúnarsdóttir
Mestu framfarir: Fabiola Prince
Besti leikmaður: Ína María Einarsdóttir

Minnibolti 10 ára drengir:
Besta æfingasókn: Sigurður Dagur Sturluson
Mestu framfarir: Þórhallur Vilbergsson
Besti leikmaður: Elvar Már Friðriksson

Minnibolti 11 ára drengir:
Besta æfingasókn: Garðar Gíslason
Mestu framfarir: Helgi Már Vilbergsson
Besti leikmaður: Arnór Ingvi Traustason

7.flokkur kvenna:
Besta æfingasókn: Margrét Gunnarsdóttir
Mestu framfarir: Jóhanna Áslaugsdóttir
Besti leikmaður: Hanna Valdimarsdóttir

8.flokkur kvenna:
Besta æfingasókn: Heiða Valdimarsdóttir
Mestu framfarir: Erna Lind Teitsdóttir
Besti leikmaður: Dagmar Traustadóttir

7.flokkur karla:
Besta æfingasókn: Óli Ragnar Alexandersson
Mestu framfarir: Ólafur Helgi Jónsson
Besti leikmaður: Andri Fannar Freysson

8.flokkur karla:
Besta æfingasókn: Hilmar Hafsteinsson
Mestu framfarir: Bjarki Már Viðarsson
Besti leikmaður: Óli Ragnar Alexandersson

10.flokkur kvenna:
Besti varnarmaður: Eyrún Ósk Elvarsdóttir  
Mestu framfarir: Heiða Hrönn Hrannarsdóttir
Besti leikmaður: Margrét Kara Sturludóttir

10.flokkur karla:
Besti varnarmaður: Rúnar Ingi Erlingsson
Mestu framfarir: Ólafur Valdimar Ómarsson
Besti leikmaður: Hjörtur Hrafn Einarsson

Unglingaflokkur kvenna:
Besti varnarmaður: Margrét Kara Sturludóttir
Mestu framfarir: Guðrún Aradóttir
Besti leikmaður: Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir

Drengjaflokkur:
Besti varnarmaður: Daníel Guðni Guðmundsson
Mestu framfarir: Rúnar Ingi Erlingsson
Besti leikmaður: Jóhann Árni Ólafsson

Unglingaflokkur karla:
Besti varnarmaður: Egill Jónasson
Mestu framfarir: Egill Jónasson
Besti leikmaður: Guðmundur Jónsson

www.umfn.is/karfan


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024