Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Friðrik Árnason nýr formaður knattspyrnudeildar Þróttar
Sunnudagur 28. febrúar 2016 kl. 13:21

Friðrik Árnason nýr formaður knattspyrnudeildar Þróttar

Knattspyrnudeild Þróttar hélt aðalfund sinn á dögunum. Fram kom í skýrslu stjórnar að árið hefði verið gjöfult hjá deildinni. Liðið komst upp um deild sl. haust. Breytingar urðu á stjórninni. Marteinn Ægisson sem verið hefur formaður deildarinnar síðustu árin gaf ekki kost á sér til formanns. Friðrik V. Árnason var því sjálfkjörinn formaður deildarinnar. Aðrir í stjórn deildarinnar eru Veigar Örn Guðbjörnsson og Marteinn Ægisson. Knattspyrnudeild Þróttar rekur meistaraflokk Þróttar og einnig getraunastarf félagsins. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024