Freyr með 15 ára landsliðið á Ólympíuleikana
Grindvíkingurinn Hilmar McShane skorar aftur
Íslenska undir 15 ára landslið karla í knattspyrnu tryggði sér í dag þátttökurétt á Ólympíuleikum ungmenna sem fara fram í Kína á næsta ári.
Keflvíkingurinn Freyr Sverrisson þjálfar liðið en tveir Suðurnesjamenn eru í núverandi hóp. Það eru þeir Hilmar Andrew McShane frá Grindavík og Sigurbergur Bjarnason frá Keflavík. Hilmar skoraði í öðrum leik sínum í röð í dag en þá vannst 4-1 sigur á Moldavíu.