Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Freyr besti þjálfari Hauka 2010
Mánudagur 3. janúar 2011 kl. 14:57

Freyr besti þjálfari Hauka 2010

Njarðvíkingurinn Freyr Sverrisson var kosinn þjálfari ársins hjá knattspurnufélaginu Haukum 2010 á árlegri verðlaunahátíð félagsins. Þetta var í fyrsta skipti sem félagið heiðrar þjálfara samfara íþróttamanni og konu félagsins.

Hjá Haukum eru starfandi 40 þjálfarar í deildum félagsins. Þeir sem voru tilnefndir ásamt Frey voru Aron Kristjánsson úr handboltanum og Henning Henningsson úr körfuboltanum. Þetta er mikill viðurkenning fyrir Frey sem er yngriflokka þjálfari þar sem báðir síðarnefndu unnu stóra titla með meistarflokkum félagsins. Það segir í umsögn um Frey að á fimm árum sem hann hefur starfað hjá félaginu hafi hann gerbreytt landslaginu í yngri flokkunum fjölgað mikið iðkendum og byggt upp skemmtilega umgjörð um starfið og stráka sem mikið eigi eftir að bera á í framtíðinni og hafi félagið þegar selt einn 16 ára leikmann til erlends liðs.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Auk þess er vert að minnast á það að Freyr Brynjarsson (lengst til hægri á myndinni) á einnig rætur sínar að rekja til Njarðvíkur en hann er sonur Brynjars Sigmundssonar sem á árum áður gerði garðinn frægan með Njarðvík í körfuboltanum. Freyr hefur verið lykilmaður í farsælu liði Hauka á undanförnum árum og er sannarlega vel að titlinum íþróttamaður Hauka árið 2010 kominn.

Frétt af haukar.is

Á mynd frá vinstri: Ágúst Sindri Karlsson formaður Hauka ásamt Frey Sverrissyni, þjálfara ársins, Rögnu Margréti Brynjarsdóttur, íþróttakonu ársins og Frey Brynjarssyni, íþróttamanni ársins. Haukamynd: Jón Páll Vignisson