Freyja þriðja í Noregi

Freyja Sigurðardóttir fylgdi eftir góðum árangri á nýafstöðnu Íslandsmóti í fitness með góðum árangri á Osló grand prix mótinu nú um helgina. Freyja hafnaði í þriðja sæti á mótinu á eftir löndu sinni Rannveigu Kramer en þær voru einmitt í tveimur efstu sætunum á Íslandsmótinu á dögunum en þar var Freyja önnur. Eva Lind Ómarsdóttir og Ásdís Þorgilsdóttir voru einnig meðal þátttakenda á þessu sterka móti sem og þeir feðgar Jakob Jónharðsson og Arnór Már Jakobsson.
VFmynd/Gunnar Einars: Freyja vinstra megin á myndinni





 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				