Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þriðjudagur 4. júní 2002 kl. 13:22

Freyja Sigurðardóttir fellur á lyfjaprófi

Freyja Sigurðardóttir er á meðal þeirra þriggja sem voru dæmd í keppnisbann vegna lyfjamisnotkunar. Þrír keppendur sem kepptu á Íslandsmótinu í hreysti sem haldið var um páskana hafa verið úrskurðaðir í keppnisbann eftir að lyfjapróf sem tekin voru eftir keppnina reyndust jákvæð. Þrír efstu keppendurnir í karla og kvennaflokki gengust undir lyfjapróf og reyndust þrjú þeirra jákvæð. Keppendurnir sem um ræðir eru þau Kristján Samúelsson sem lenti í 1. sæti í karlaflokki, Guðni Freyr Sigurðsson sem lenti í öðru sæti og Freyja Sigurðardóttir sem lenti í fyrsta sæti í kvennaflokki.

Samkvæmt niðurstöðum lyfjaprófsins mældist efedrín í sýni Kristjáns Samúelssonar og í sýni Guðna Freys Sigurðssonar greindist efedrín, nandrolon, stanozolol og of hátt hlutfall testosterons. Í sýni Freyju Sigurðardóttur greindist stanozolol.

Stanozolol og nandrolon eru hvort tveggja þekkt steralyf og efedrín er örvandi og brennsluhvetjandi efni. Kristján fer í þriggja mánaða keppnisbann en Guðni Freyr og Freyja eru dæmd í tveggja ára keppnisbann. Ríkisútvarpið greindi frá þessu í hádeginu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024