Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Fréttagyðjan sveif frá VF til Stöðvar 2 sport
Mánudagur 6. október 2008 kl. 11:52

Fréttagyðjan sveif frá VF til Stöðvar 2 sport

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Stöð 2 sport hlaut Fréttagyðju Keflavíkur 2008 en Knattspyrnudeild Keflavíkur afhenti hana í árlegu lokahófi sínu á laugardagskvöld en Víkurfréttir hlutu gyðjuna í fyrra. Magnús Gylfason, annar tveggja spekinga Stöðvar 2 sports tók á móti viðurkenningunni og sagði að Keflavík hefði leikið vel í sumar og hefði að margra mati átt að hljóta titilinn.
Þorsteinn Magnússon og Ólafur Bjarnason frá knattspyrnudeildinni afhentu Magnúsi fréttagyðjuna og sögðu við það tækifæri að Stöð2 sport væri vel að þessari útnefningu komin. Umfjöllunin í sumar verið ítarlegri en nokkru sinni ifyrr og síðan hefðu spekingarnir Tómas Tómasson og Magnús Gylfason sett skemmtilegan svip á umræðuna með skoðunum sínum á öllu sem gerðist.