Frestað í Grindavík í kvöld vegna veðurs
	Búið er að fresta tveim leikjum af fjórum í Domino's deild kvenna í kvöld vegna óveðurs þar sem ekki er ferðaveður.
	
	Um er að ræða leiki Grindavíkur og Hamars í Grindavík og Snæfells og Hauka í Stykkishólmi en báðir leikir áttu að fara fram kl. 19.15.
	
	Ákvörðunin var tekin eftir að Mótanefnd KKÍ ráðfærði sig við Vegagerðina og Veðurstofu Íslands.
	 

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				