Heklan
Heklan

Íþróttir

Frestað í Grindavík í kvöld vegna veðurs
Miðvikudagur 25. febrúar 2015 kl. 15:09

Frestað í Grindavík í kvöld vegna veðurs

Búið er að fresta tveim leikjum af fjórum í Domino's deild kvenna í kvöld vegna óveðurs þar sem ekki er ferðaveður.

Um er að ræða leiki Grindavíkur og Hamars í Grindavík og Snæfells og Hauka í Stykkishólmi en báðir leikir áttu að fara fram kl. 19.15.

Ákvörðunin var tekin eftir að Mótanefnd KKÍ ráðfærði sig við Vegagerðina og Veðurstofu Íslands.
 

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
VF jól 25
VF jól 25