Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Franskur liðsstyrkur til Grindavíkur
Þriðjudagur 7. apríl 2009 kl. 16:25

Franskur liðsstyrkur til Grindavíkur

Frakkinn Sylvain Soumare skrifaði undir samning við Grindavík í dag en hann hefur verið til reynslu hjá félaginu undanfarnar tvær vikur. Samningurinn gildir út þessa leiktíð. Sylvain Soumare er 26 ára örvfættur vængmaður og verður í búningi nr. 18. Hann lék síðast með Olivais E Moscavide í portúgölsku 2. deildinni en fékk sig lausan undan samningi um áramótin. Áður lék hann með SC  Vinea Eisenstadt í Austurríki en hann hóf ferilinn með US Creiteil í Frakklandi.
 
Soumare er annar leikmaðurinn sem semur við Grindavík á skömmum tíma en á dögunum gekk Þórarinn Brynjar Kristjánsson til liðs við félagið.
 
Hér má sjá myndband með Soumare á netinu í leik í Austurríki, hann skorar mark eftir  ca. 1,30 m.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024