Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Franskt lið með Magga Gunn í siktinu
Miðvikudagur 20. apríl 2005 kl. 11:45

Franskt lið með Magga Gunn í siktinu

Stórskyttan Magnús Gunnarsson hefur átt frábært tímabil með Íslandsmeisturum Keflavíkur í körfuknattleik í vetur. Góður leikur Magnúsar hefur ekki  bara vakið athygli hér heima heldur hefur leikur hans vakið athygli út fyrir landsteina. Franskt lið er að leita að skotbakverði fyrir lokaátök í frönsku deildinni og hefur fengið ábendingar um Magnús. Málin eru þó en á byrjunarstigi og er verið að tala um hugsanlega einn mánuð með liðinu. „Þetta er ekkert komið á hreint, það var bara mælt með mér og þeir eru að skoða þessa hluti. Ég heyrði þetta bara í gær en ég veit að það er smá áhugi hjá þessu liði og hann er gagnkvæmur. Þetta er ekki beint fyrir næsta tímabil heldur er verið að tala um síðasta mánuðinn í frönsku deildinni.“ Sagði Magnús í samtali við Víkurfréttir.

Vf-mynd/Héðinn: Magnús Gunnarsson var valinn besti leikmaður Keflvíkinga fyrir tímabilið 2004/2005

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024