Íþróttir

  • Franskir sjóliðar leika rugby í Vogum
  • Franskir sjóliðar leika rugby í Vogum
Þriðjudagur 26. maí 2015 kl. 10:57

Franskir sjóliðar leika rugby í Vogum

– Upphitun fyrir Evrópumótið gegn frönskum sjóliðum á föstudag

Landslið Íslands í rugby mætir í C deild Evrópumótsins í rugby í Zenica í Bosníu-Hersegóvínu helgina 6-7. Júní. Fyrir aðildarlönd alþjóða rugby sambandsins er þetta mót lykilinn að Ólympíuleikunum í Ríó og því viðbúið að allt kapp verði lagt í sigur. Íslensku strákarnir munu þó ekkert gefa eftir og hafa æft stíft í vetur fyrir þetta mót. Það eru tólf lönd í deildinni sem eru fyrir utan Ísland; Bosnía-Hersegóvína, Tyrkland, Eistland, Serbía, Hvíta Rússland, Austuríki, Svartfjallaland, Liechtenstein, San Marínó, Írland og Malta.

Þjálfari Rugby liðs Hauka, Fergus Lloyd Mason hefur tekið við þjálfarahlutverki Íslenska landsliðsins. Hann er uppruninn frá Nýja Sjálandi en hefur búið hér á landi í yfir 3 ár og því gjaldgengur til þess að gegna einnig hlutverki leikmanns. Liðsstjórinn er Ranald Jack Haig en hann er Skoti sem hefur verið búsettur hér á landi í nokkur ár og er með viðamikla rugby kunnáttu. Liðsmenn Íslenska landsliðins eru auk Fergus þeir Birnir Orri Pétursson, Brynjólfur Gauti Jónsson, Christian Helgi Beaussier, Jakob Wayne Robertson, Jon Jokull Lischetzki, Orri Viðarsson, Pétur Helgi Einarsson, Stefán Björnsson, Stefán Jónsson, Thomas Bogi Beaussier og Tómas Gunnar Tómasson.

Upphitun fyrir mótið mun eiga sér stað á frábærri aðstöðu Þrótta í Vogum á Vatnsleysuströnd næstkomandi föstudag klukkan 18:00. Franskir sjóliðar af freigátunni Larouche Tréville, landsliðið auk annarra leikmanna hér á landi munu leika nokkra 7 manna rugby leiki – sem er sama útgáfa og spiluð er á Evrópumótinu, einnig nefnt Ólympískt rugby. Allir eru velkomnir á völlinn að kynna sér rugby íþróttina og hvetja okkar menn til dáða.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024