Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Frans við það að semja við Kristiansund
Þriðjudagur 21. júní 2011 kl. 13:53

Frans við það að semja við Kristiansund

„Þetta er mjög spennandi tilboð og liðin eru þessa stundina að ganga frá kaupverði samkvæmt því sem ég best veit,“ segir Frans Elvarsson sem hugsanlega er á leið til Kristiansund sem leikur í annarri deildinni í Noregi eða þriðju efstu deild. Hann segir liðið vera í svipuðum styrkleikaflokki og topplið 1. deildarinnar eða lið í neðri hluta úrvalsdeildarinnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Frans var óvænt í leikmannahóp Keflavíkur í gær gegn Haukum í Valitor-bikarnum eftir lánsdvöl hjá Njarðvík undanfarið en hann var nýkominn heim frá reynsludvöl í Noregi. „Willum hringdi í mig eftir dvöl mína í Noregi og bað mig um að koma aftur og hjálpa til,“ en eitthvað hefur verið um meiðsli hjá Keflvíkingum. Frans segist vissulega vilja sanna sig hjá Keflvíkingum en þetta sé spennandi tilboð sem bjóði upp á mikla möguleika.

Frans sem er uppalinn Hornfirðingur hefur leikið með Njarðvíkingum síðan árið 2007 en í byrjun þessa tímabils samdi hann við Keflvíkinga. Hann virðist nú vera á leið til Noregs ef samningar nást. „Ég mun stökkva á þetta tækifæri ef það gengur eftir, þetta er stærri sýnigluggi og ég hugsa að ég muni hafa það gott í Noregi.“

Kristiansund er 25.000 manna bæjarfélag og félagið er í samstarfi við Molde sem er einn af stærri klúbbunum í Noregi og eru undir stjórn goðsagnarinnar Ole Gunnar Solkjær sem gerði garðinn frægan með Manchester United áður fyrr. „Það eru dæmi um það að menn komist að hjá Molde frá Kristiansund og það er spennandi tækifæri sem mér líst vel á,“ sagði Frans að lokum