Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Frans semur við Njarðvík til þriggja ára
Fimmtudagur 8. mars 2007 kl. 11:04

Frans semur við Njarðvík til þriggja ára

Knattspyrnumaðurinn Frans Elvarsson hefur gert þriggja ára samning við 1. deildarlið Njarðvíkur en hann verður 17 ára gamall í ágúst og lék 17 leiki með Sindra á Hornafirði síðasta sumar.

 

Frans er á fyrsta ári í 2. flokk hjá Njarðvík og hóf æfingar með flokknum í haust og hefur leikið með þeim í Faxaflóamótinu. Þá hefur Frans einnig leikið alla æfingaleiki meistaraflokks og æfir nú með þeim. Frans á að baki þrjá U 17 landsleiki og hefur verið valin í U 17 landsliðshóp Íslands sem tekur þátt í milliriðli Evrópumóts U 17 landsliða sem fer fram í 19.-24. mars næstkomandi.

 

Mynd/ Frans og Sigfús Aðalsteinsson frá meistaraflokksráði handsala samninginn.

 

www.umfn.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024