Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Frans Elvarsson á leið til Noregs
Fimmtudagur 9. júní 2011 kl. 09:25

Frans Elvarsson á leið til Noregs

Frans Elvarsson, leikmaður Njarðvíkur, er þessa dagana á reynslu hjá Kristiansund sem leikur í annarri deildinni í Noregi eða þriðju efstu deild.

Þessi tvítugi miðjumaður mun æfa með Kristiansund í viku og ef hann stendur sig vel gæti hann fengið samning frá 1. ágúst. Frans lék með Sindra og Njarðvík í yngri flokkunum en síðastliðinn vetur gekk hann til liðs við Keflavík. Í síðasta mánuði kom Frans síðan aftur til Njarðvíkur á láni og hann hefur leikið fyrstu leiki liðsins í annarri deildinni. Hann verður hins vegar ekki með Njarðvíkingum gegn Tindastól/Hvöt í kvöld út af för sinni til Noregs.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024