Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Framúrskarandi íþróttafólk heiðrað og styrkt
Kristmundur Gíslason og Íris Ósk Hilmarsdóttir.
Föstudagur 2. maí 2014 kl. 10:22

Framúrskarandi íþróttafólk heiðrað og styrkt

Bæði úr Reykjanesbæ.

Í vikunni heiðraði Landsbankinn tvo íþróttamenn úr Reykjanesbæ, taekwondomanninn Kristmund Gíslason og sundkonuna Írisi Ósk Hilmarsdóttur. Þau voru meðal 11 íþróttamanna sem fengu annars vegar  svokallaðan Framtíðarstyrk, sem eru fyrir unga og efnilega íþróttamenn á aldrinum 16-20 ára, og hins vegar Afreksstyrk fyrir íþróttamenn sem eru í eða við heimsklassa.

Íris Ósk er þrefaldur Norðurlandameistari þar sem hún varð Norðurlandameistari Æskunnar í júlí 2012, Norðurlandameistari Unglinga í desember 2012 og síðan Norðurlandameistari Unglinga í desember 2013. Íris Ósk náði lágmörkum inná Evrópumót fullorðinna í 25 metra laug á ÍM25 í nóvember sl.
Hún varð 18faldur Íslandsmeistari árið 2013 þar sem hún vann 8 gull á Unglingameistaramóti Íslands í flokki 15-17 ára auk þess að vera stigahæst, hún vann 9 gull á Aldursflokkamóti Íslands í flokki 15 ára þar sem hún var líka stigahæst í sínum flokki og vann 1 Íslandsmeistaratitil í fullorðinsflokki á ÍM25.
Hún stefnir á að ná inn á Olympiuleika unglinga sem haldnir verða í Kína þar sem hún er búin að ná B-lágmörkum og mjög nálægt A lágmörkum en á Olympíuleikum unglinga í sundi eru keppendur fæddir árið 1996-1999 en íris Ósk er fædd árið 1998.  Til framtíðar þá er stefnan sett á heimsmeistaramót unglinga árið 2015 og  framhaldi af hefst vinna við að reyna að ná inná Olympíuleikana 2016.

Kristmundur Gíslason er núverandi íþróttakarl Keflavíkur og einn besti taekwodno keppandi landsins. Hann stefnir á Evrópumót U-21 í sumar og hefur m.a. unnið alþjóðleg mót eins og opna Skoska meistaramótið og verið í 5. sæti á Heimsmeistarmóti unglinga.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024