Framtíðarstjörnur fótboltans
Suðurnesjamót Suðurnesjabæjar var haldið á Nesfiskvellinum í Garði (Suðurnesjabæ) í lok ágúst. Mótið heppnaðist vel en þar var keppt í 8. flokki (börn á leikskólaaldri) og alls tóku 120 hressir knattspyrnumenn og -konur þátt í mótinu. Leikið í kvenna- og karlaflokki og þátt tóku lið af Suðurnesjum; Reynir/Víðir, Keflavík, Njarðvík og Grindavík.
Virkilega skemmtilegur dagur þar sem allir skemmtu sér vel og höfðu leikgleðina í fyrirrúmi. Margir flottir taktar sáust hjá þessum framtíðarstjörnum eins og meðfylgjandi myndir sem Guðmundur Björgvin Jónsson tók og leikgleðin skín úr hverju andliti.