Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Framlenging hjá Keflavík og Grindavík tapaði
Mánudagur 14. febrúar 2011 kl. 21:38

Framlenging hjá Keflavík og Grindavík tapaði

Í kvöld voru þrír leikir á dagskrá í Iceland Express deild karla í körfuknattleik og Suðurnesjaliðin þrjú Grindavík, Keflavík og Njarðvík öll í eldlínunni. Öll liðin áttu útileik og höfðu Njarðvíkingar sigur og Grindvíkingar máttu þola tap gegn Stjörnunni, leik Keflvíkinga og Hauka þurfti svo að framlengja eftir miklar sveiflur.

Keflvíkingar tóku öttu kappi við Hauka á Ásvöllum en þar var á ferðinni ansi hreint spennandi leikur. Keflvíkingar voru með yfirhöndina allan leikinn og að loknum þriðja leikhluta var munurinn orðinn 17 stig Keflvíkingum í vil 72- 55 og allt stefndi í öruggan sigur þeirra. Haukar komu hins vegar grimmir til leiks í fjórða leikhluta og kafsigldu Keflavík með 30 stigum gegn aðeins 13 stigum frá strákunum úr Bítlabænum. Grípa þurfti því til framlengingar þar sem Keflvíkingar reyndust sterkari og sigruðu að lokum með 7 stiga mun, 106 - 99. Atkvæðamestir hjá Keflavík í kvöld voru þeir Sigurður Þorsteinsson - 24 stig/13 frák, Thomas Sanders 25 stig/7 fráköst og Gunnar Einarsson átti mjög góðan leik með 20 stig.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sigurður Þorsteinsson átti flottan leik gegn Haukum í kvöld

Grindvíkingar sóttu Stjörnumenn heim og fóru leikar þannig að Grindavík tapaði með 9 stiga mun 79 - 70. Athygli vakti að Grindavík náði aðeins að skora 28 stig í fyrri hálfleik sem þykir ekki mikið á þeim bænum. Stjarnan var með 12 stiga forystu í leikhlé og náðu Grindvíkingar aldrei að brúa það bil og sátu eftir með sárt ennið. Atkvæðamestir hjá Grindavík voru þeir Ryan Pettinella með 12 stig/11 fráköst og Þorleifur Ólafsson 13 stig. Hjá Stjörnumönnum átti Njarðvíkingurinn Daníel Guðmundsson stórleik en hann setti niður 5 þrista og var langstigahæstur á vellinum með 22 stig.

Ekki gekk vel hjá Grindvíkingum í kvöld


Njarðvíkingar skelltu sér í heimsókn í Grafarvoginn og léku gegn Örvari Kristjánssyni og lærisveinum hans í Fjölni. Njarðvíkingar náðu strax frumkvæði í leiknum og voru 12 stigum yfir eftir fyrsta leikhluta. Fjölnismenn náðu svo að minnka muninn og 7 stig skildu liðin að í leikhlé. Njarðvíkingar jóku aðeins muninn eftir hálfleik og 12 stiga sigur þeirra grænklæddu svo staðreynd í leikslok. Chris Smith átti flottan leik en hann var með myndarlega tvennu, 28 stig og 15 fráköst auk þess að verja 4 skot. Melzie Jonathan Moore var með 23 stig 8 fráköst og 6 stoðsendingar og Jóhann Ólafsson setti 15 stig.