Íþróttir

Frækinn sigur í Fjósinu
Þriðjudagur 4. desember 2018 kl. 08:31

Frækinn sigur í Fjósinu

Keflvíkingar á toppnum

Keflvíkingar sóttu seiglusigur í Borgarnes í úrsvalsdeild kvenna í körfubolta, þar sem þær tróna á toppi deildarinnar. Sterkur fjórði leikhluti færði Keflvíkingum sigurinn, lokatölur 83-89 þar sem Brittanny Dinkins átti enn einn stórleikinn, en hún skoraði 38 stig og var einu frákasti frá þrennunni eftirsóttu. Leikurinn var nokkuð kaflaskiptur en Skallagrímskonur náðu tíu stiga forskoti strax í fyrsta leikhluta. Keflvíkingar réttu hlut sinn fyrir hálfleik en voru þó undir þar til í síðasta leikhluta sem þær unnu svo með 13 stigum.

Keflavík: Brittanny Dinkins 38/9 fráköst/10 stoðsendingar/6 stolnir, Bryndís Guðmundsdóttir 15/11 fráköst, Katla Rún Garðarsdóttir 10, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 8/6 fráköst, Embla Kristínardóttir 7, Kamilla Sól Viktorsdóttir 6, Erna Hákonardóttir 5, Birna Valgerður Benónýsdóttir 0, Eydís Eva Þórisdóttir 0, Elsa Albertsdóttir 0, Telma Lind Ásgeirsdóttir 0, Irena Sól Jónsdóttir 0.
 

Public deli
Public deli


Staða:
1 KEF 10 8 2 794 - 732 16
2 KR 10 8 2 721 - 673 16
3 SNÆ 10 8 2 788 - 726 16
4 STJ 10 5 5 689 - 725 10
5 VAL 10 4 6 730 - 720 8
6 SKA 10 3 7 715 - 761 6
7 HAU 10 3 7 682 - 714 6
8 BRE 10 1 9 717 - 785 2