Frækinn sigur hjá U-23 ára liði Keflavíkur
U-23 ára lið Keflavíkur gerði sér lítið fyrir og sigraði 1. deildar lið Breiðabliks í kvöld í Visa bikarnum í knattspyrnu á Keflavíkurvelli. Heimamenn komust yfir í tvígang í venjulegum leiktíma með mörkum frá Herði Sveinssyni og Hafsteini Rúnarssyni en gestirnir svöruðu í bæði skiptin. Grípa þurfti því til framlengingar þar sem Keflavík hafði betur, skoruðu tvö mörk gegn einu marki Blika. Þá töpuðu RKV stúlkur fyrir FH á Kaplakrikavelli, 4-1 en sá leikur var einnig í Visa bikarnum.Hörður Sveinsson skoraði þrennu fyrir Keflavík í leiknum og Hafsteinn Rúnarsson eitt mark. Það verður erfitt fyrir Milan Stefán Jankovic að horfa framhjá Herði í næsta leik Keflavíkur í deildinni en hann átti stórleik í kvöld og var mjög ógnandi.