Frægur körfuboltaþjálfari með námskeið í Reykjanesbæ
Þann 17.-18. september n.k mun Bill Guthridge fyrrum aðal- og aðstoðarþjálfari University of North Carolina til þrjátíu ára standa fyrir þjálfaranámskeiði í hinum glæsilegu húsakynnum Íþróttaakademíunar í Reykjanesbæ verði þau tiltæk til notkunar á þessum tímapunkti annars í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Keflavík.
Norður Karólínuháskóli er án efa eitt frægasta háskólalið í Bandaríkjunum og hefur getið af sér ekki ómerkari menn en Michael Jordan, James Worthy, Vince Carter, Rasheed Wallace, Antwan Jamison og marga fleiri. Þar starfaði Guthridge í áraraðir undir stjórn hins goðsagnakennda Dean Smith. Fyrr á ferlinum vann hann m.a. með Tex Winters, sem er einn af helstu aðstoðarmönnum Phil Jacksons. Guthridge tók við starfi Smith árið 1997 og var þar við stjórnvölinn til ársins 2000.
Þetta er kjörið tækifæri fyrir alla sem áhuga hafa á körfubolta hvort sem þeir eru þjálfarar eða áhugamenn um sportið að hlusta á þennan merka mann sem hefur frá ýmsu að segja og mun fara vítt og breytt um hina ýmsu þætti körfuboltans. Hann mun t.a.m stjórna æfingu sem verður í anda hefðbundar æfingar hjá North Carolina. Um að gera fyrir körfuboltadeildir að senda alla sína þjálfara til að fá nýjar hugmyndir og skerpa á þeim sem fyrir voru.
Upplýsingar gefur Tómas í síma 899 0525