Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Frábært Íslandsmót fatlaðra í Reykjanesbæ
Ástvaldur Ragnar Bjarnason frá NES varð Íslandsmeistari í rennuflokki í boccia. Myndir Jón Björn.
Mánudagur 14. mars 2016 kl. 09:51

Frábært Íslandsmót fatlaðra í Reykjanesbæ

Ástvaldur Íslandsmeistari í rennuflokki í boccia

Íslandsmóti Íþróttasambands fatlaðra fór fram í Reykjanesbæ um helgina með glæsibrag. Íþróttafélagið NES frá Suðurnesjum átti góðu gengi að fagna og hafnaði m.a. í 2. sæti í 1. deild í boccia. Liðið skipuðu þeir Konráð Ragnarsson, Arnar Már Ingibergsson og Ragnar Lárus Ólafsson. Ástvaldur Ragnar Bjarnason frá NES gerði sér lítið fyrir og varð Íslandsmeistari í rennuflokki í boccia. í 3. deild hafnaði lið NES í 2. sæti en liðið skipa þau Kristrún Bogadóttir, Máni Sigurbjörnsson og Eðvarð Sigurjónsson.

Alls litu fjögur ný Íslandsmet dagsins ljós á ÍM 50 í Vatnaveröld um helgina og því ljóst að keppendur voru í góðum gír. Massafólk sá um lyftingarmótið í íþróttahúsinu í Njarðvík og framkvæmd mótsins var með besta móti hjá Stulla og hans fólki hjá Massa.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

NES í 2. sæti í 1. deild í boccia.