Frábært hjá Sindra
Ágætis árangur náðist á 2. hluta Norðurlandameistaramóts unglinga í Södertalje í Svíþjóð í gær. Sindri Þór Jakobsson úr Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar sýndi mikinn karakter þegar honum tókst að vinna til silfurverðlauna í 100m flugsundi á tímanum 56.34 sek og eru það fyrstu verðlaun Íslendinga á mótinu.
Bringusundsfólk okkar byrjaði eftirmiðdaginn og náði Gunnar Örn Arnarsson að bæta sig í 50m bringusundi en hann kom í mark á tímanum 31.24 og endaði i 10. sæti. Hrafn Traustason varð í 11. sæti 1 hundradshluta á eftir Gunnari á tímanum 31.25. Lilja Ingimarsdóttir lenti í 9. sæti í sama sundi og synti á tímanum 35.71, nálægt hennar besta árangri.
400m fjórsund fylgdi svo en þar syntu Soffía Klemenzdóttir og Inga Elin Cryer. Soffia var í 5. sæti og Inga í því 6.
Í 200m skriðsundi var Karen Sif Vilhjálmsdóttir og endaði hún í 7. sæti. Í 50m skriðsundi var Bryndís Rún Hansen í baráttu um bronsið en missti af því og var 0.3 sek á eftir bronssætinu og i 4. sæti. Karen Sif Vilhjálmsdóttir endadi í 12. sæti í sama sundi. Bryndís Rún synti strax í næstu grein og barðist hún aftur um bronssæti en þurfti að lúta í lægra haldi 0.14 sek á eftir bronssætinu og lenti i 4. sæti.
Dagurinn endaði á 4x100m skriðsundi kvenna en sveitina skipuðu Bryndís Rún Hansen, Inga Elin Cryer, Soffía Klemenzdóttir og Karen Sif Vilhjálmsdóttir. Stúlkurnar enduðu í 5. sæti með ágætu sundi.
Krakkarnir synda síðasta hlutann í fyrramálið en svo verður haldið heim á leið eftir hádegi.