FRÁBÆRT HJÁ GRÉTARI Í FYRSTA LANDSLEIK!
Grindvíkingurinn Grétar Hjartarson kom sá og sigraði í sínum fyrsta leik með U-21 landsliði Íslendinga í knattspyrnu. Hann skoraði 2 og lagði upp annað fyrir annan Suðurnesjamann, Keflvíkinginn Jóhann B. Guðmundsson, sem einnig skoraði tvö mörk í leik unglingalandsliðsins gegn Úkraníu á Akranes á þriðjudagskvöld. Leikurinn fór 4-1 fyrir Ísland. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég er valinn í landslið og frábært að byrja landsliðsferilinn með þessum hætti. Það var frábær tilfinning að leika fyrir Íslands hönd, hreint ólýsanlegt, og ég er þakklátur fyrir að hafa fengið tækifærið.“Engin pressa að vera markhæsturGrétar sagði ekki finna fyrir neinni pressu vegna keppninnar um markakóngstitilinn. „Ég er ekkert mikið að spá í þessa hluti og einbeiti mér að undirbúningnum fyrir síðustu umferðirnar. Við Grindvíkingar eigum tvo erfiða leiki eftir og erum staðráðnir í að fara á Ólafsfjörð á laugardaginn og gera allt sem við getum til að tryggja okkur áframhaldandi veru í Landssímadeildinni.“