Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Frábært framtak hjá Actavis
Miðvikudagur 14. febrúar 2007 kl. 09:13

Frábært framtak hjá Actavis

Actavis ætlar að bjóða stuðningsmönnum Keflavíkur á bikarúrslitaleikinn í Lýsingarbikarkeppninni sem fram fer í Laugardalshöll á laugardag. Keflavíkurkonur mæta þar Íslandsmeisturum Hauka og hefur Actavis brugðið á það ráð að láta Keflvíkingum í té 500 boðsmiða á leikinn. Kvennaleikurinn hefst kl. 14:00 og verður andlitsmálun og friar sætaferðir í boði fyrir Keflavíkurkrakka frá íþróttahúsinu við Sunnubraut. Athugið að aðeins er hægt að nálgast miða í Keflavík en ekki á leikdegi í Laugardalshöll.

 

Dagskrá laugardagsins fyrir káta Keflvíkinga:

 

11.00   Stuðningsmenn hittast í íþróttahúsinu við Sunnubraut

11.05   Andlitsmáling í boði fyrir börnin

12.30   Rúturnar leggja af stað á leikinn

14.00   Úrslitaleikur Keflavíkur og Hauka hefst

17.00   Rúturnar komnar til baka í Keflavík

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024