Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Frábært framlag Suðurnesjakvenna
Miðvikudagur 2. desember 2015 kl. 13:03

Frábært framlag Suðurnesjakvenna

Tölfræðin úr Domino's deild kvenna - Petrúnella þjófótt

Nú rýnum við í tölfræði Domino's deildar kvenna það sem af er tímabili. Suðurnesjakonur komast á lista yfir leiðtoga í flestum helstu tölfræðiþáttum eins og sjá má hér að neðan. Leikmenn eins og Petrúnella Skúladóttir og Sandra Lind Þrastardóttir koma við sögu á flestum sviðum, auk þess sem erlendu leikmenn Grindavíkur og Keflavíkur eru afkastamiklir.

Tölfræði Domino's deildar karla

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Stigin

Keflvíkingurinn Melissa Zorning er efst Suðurnesjakvenna þegar kemur að stigaskorinu, en hún er sú fjórða stigahæsta í deildinni með 27 stig að meðaltali í leik. Grindvíkingurinn Whitney Fraizer kemur fast á hæla hennar með tæp 25 stig að meðaltali í leik.

Petrúnella Skúladóttir fyrirliði Grindvíkinga er tíundi stigahæsti leikmaðurinn í deildinni, með tæplega 14 stig að meðaltali í leik. Liðsfélagi hennar Sigrún Sjöfn Ámundadóttir er í 13. sæti með rúm 12 stig í leik.

Keflvíkingurinn Sanda Lind Þrastardóttir er svo í 19 sæti listans með rétt rúm 10 stig í leik.

 

 

 

 

Fráköstin

Frazier hjá Grindavík er efst Suðunesjakvenna á lista yfir frákastahæstu leikmenn deildarinnar, en hún tekur tæp 14 fráköst í leik og vermir þriðja sæti listans.

Keflvíkingurinn Sanda Lind er með tvennu að meðaltali í leik, en hún er í fimmta sæti frákastalistans með tæp 11 fráköst í leik.

Sigrún Sjöfn í Grindavík er með 8,5 fráköst í leik og liðsfélagi hennar Lilja Ósk Sigmarsdóttir er með 7 fráköst í leik.

Keflvíkingarnir Marín Laufey Davíðsdóttir og Melissa Zorning komast einnig á topp 20 í fráköstum.

Stoðsendingar

Þegar kemur að því að leita uppi samherja sína þá eru Grindvíkingar framarlega í flokki. Þær Petrúnella Skúladóttir, Whitney Frazier og Sigrún Sjöfn Ámundadóttir tylla sér allar á topp tíu í þeim tölfræðiflokki.

Keflvíkingarnir Guðlaug Björt Júlíusdóttir og Sandra Lind Þrastardóttir eru á svipuðum slóðum en þær eru í 10. og 11 sæti listans.

Tveir Grindvíkingar til viðbótar eru meðal 20 efstu leikmanna deildarinnar í stoðsendingum, en það eru þær Björg Einarsdóttir og Lilja Ósk Sigmarsdóttir.

Framlag

Bandarísku leikmenn Suðurnesjaliðanna, þær Fraizier og Zorning eru meðal efstu leikmanna í framlagsstigum. Frazier í þriðja sæti með tæp 39 framlagsstig í leik, á meðan Zorning er með 21 stig í sjötta sæti.

Miðherjinn Sandra Lind úr Keflavík nær tíunda sæti á listanum með tæp 16 framlagsstig í leik.

Grindvíkingarnir Sigrún Sjöfn, Lilja Ósk og Petrúnella raða sér frá 13. til 18 sætis listans á meðan þær Thelma Dís Ágústsdóttir og Marín Laufey úr Keflavík eru í 19. og 20. sætunum.

Skotnýting

Whitney Frazier er með þriðju bestu skotnýtingu deildarinnar í teignum, en rétt rúmlega 50% skota hennar rata rétta leið. Melissa Zorning úr Keflavík er sjötta á listanum og stöllur hennar Sandra Lind og Marín Laufey skipa sér meðal tíu efstu leikmanna deildarinnar.

Grindvíkingarnir Petrúnella og Sigrún Sjöfn eru svo í 14. og 19. sæti listans.

Grindvíkingurinn Ingunn Embla Kristínardóttir er með þriðju bestu þriggja stiga nýtingu deildarinnar, eða 41% nýtingu. Melissa Zorning er með tæplga 39% nýtingu sem skilar henni fimmta sæti listans.

Grindvíkingar eiga fleiri skyttur en Sigrún Sjöfn er í níunda sæti listans á meðan þær Petrúnella og Björg verma 17. og 18 sæti listans.

Þriggja stiga nýting.

Tveggja stiga nýting.

Stolnir boltar

Petrúnella Skúladóttir stelur flestum boltum í Domino's deild kvenna. Alls 4,25 boltum í leik. Liðsfélagar hennar Frazier og Sigrún Sjöfn komast líka meðal tíu efstu leikmanna í þessum tölfræðiflokki, á meðan Björg Einarsdóttir er í 15 sæti.

Keflvíkingarnir Melissa Zorning og Marín Laufey eru svo í 17. og 18 sæti yfir þá leikmenn sem stela flestum boltum.

 

Varin skot

Keflvíkingurinn Sandra Lind er þriðja í deildinni þegar kemur að vörðum skotum, með rúmlega 2 varin skot í leik. Whitney Frazier frá Grindavík er tíunda á listanum með 1 varið skot í leik en aðrar Suðurnesjakonur sem komast á topp 20 eru þær Ingunn Embla og Petrúnella úr Grindavík ásamt Marínu Laufeyju úr Keflavík.