Reykjanesbær aðventugarðurinn
Reykjanesbær aðventugarðurinn

Íþróttir

Frábærir í framlengingu
Fimmtudagur 15. janúar 2015 kl. 21:38

Frábærir í framlengingu

Góður útisigur Grindvíkinga

Frábær spilamennska í framlengingu tryggði Grindvíkingum tvö dýrmæt stig gegn Borgnesinum, í Domino's deild karla í körfubolta í kvöld. Grindvíkingar skoruðu 18 stig í framlengingunni, á meðan Skallagrímsmenn skoruðu aðeins þrjú. Grindvíkingum gekk reyndar illa að skora í fjórða leikhluta en bættu það upp í framlengingu og sigruðu að lokum 80-95. Rodney Alexander var atkvæðamestur hjá Grindvíkingum með 25 stig, en hinn ungi Jón Axel Guðmundsson skoraði 23. Grindvíkingar eru í níunda sæti deildarinnar með 12 stig, en aðeins eru tvö stig í fjórða sætið. Næsti leikur liðsins er eftir viku á heimavelli gegn Stjörnunni.

Skallagrímur-Grindavík 80-95 (25-24, 23-26, 17-19, 12-8, 3-18)

Grindavík: Rodney Alexander 25/11 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 23, Ólafur Ólafsson 18, Ómar Örn Sævarsson 11, Jóhann Árni Ólafsson 8/7 stoðsendingar, Oddur Rúnar Kristjánsson 3, Þorsteinn Finnbogason 3, Hilmir Kristjánsson 2, Daníel Guðni Guðmundsson 2, Hinrik Guðbjartsson 0, Björn Steinar Brynjólfsson 0, Nökkvi Harðarson 0.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

VF jól 25
VF jól 25