Frábærir í framlengingu
Góður útisigur Grindvíkinga
Frábær spilamennska í framlengingu tryggði Grindvíkingum tvö dýrmæt stig gegn Borgnesinum, í Domino's deild karla í körfubolta í kvöld. Grindvíkingar skoruðu 18 stig í framlengingunni, á meðan Skallagrímsmenn skoruðu aðeins þrjú. Grindvíkingum gekk reyndar illa að skora í fjórða leikhluta en bættu það upp í framlengingu og sigruðu að lokum 80-95. Rodney Alexander var atkvæðamestur hjá Grindvíkingum með 25 stig, en hinn ungi Jón Axel Guðmundsson skoraði 23. Grindvíkingar eru í níunda sæti deildarinnar með 12 stig, en aðeins eru tvö stig í fjórða sætið. Næsti leikur liðsins er eftir viku á heimavelli gegn Stjörnunni.
Skallagrímur-Grindavík 80-95 (25-24, 23-26, 17-19, 12-8, 3-18)