Frábær útisigur Keflvíkinga

Lögðu Íslandsmeistara Hauka örugglega

Keflvíkingar virðast komnar á beinu brautina í Domino's deild kvenna í körfuboltanum, en þær sóttu sterkan sigur gegn Haukum á Ásvöllum í kvöld. Lokatölur 69-86 sigur Keflvíkinga sem lönduðu öðrum sigri sínum í röð eftir að hafa tapað tveimur fyrstu leikjum sínum í vetur.

Gestirnir lögðu grunn að sigri strax í fyrsta leikhluta en þá var munurinn þegar orðinn tíu stig. Mest fór forysta Keflvíkinga í 21 stig og því óhætt að segja að aldrei hafi verið hætta á öðru en sigri þeirra.

Brittanny Dinkins átti enn einn stórleikinn, skoraði 38, tók 9 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Bryndís Guðmunds skoraði 11 og tók 9 fráköst og Birna Valgerður skoraði 10 stig.

Tölfræðin