Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Frábær þátttaka í íþróttamóti Mána
Þessum fallega gæðingi fannst ekkert tiltökumál að stilla sér upp með hluta vinninga mótsins.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
sunnudaginn 23. maí 2021 kl. 14:06

Frábær þátttaka í íþróttamóti Mána

Íþróttamót Mána var haldið 1. og 2. maí síðastliðinn en þetta mót hefur ekki verið haldið síðan árið 2017. Mótið var opið öllum og komu knapar víða að í blíðuna til að taka þátt í mótinu og var virkilega góð þátttaka en skráningarnar voru rúmlega 160 talsins. 

Að vanda stóðu Mánamenn sig vel og voru í úrslitum í flestum greinum. Signý Sól Snorradóttir vann þrefalt í unglingaflokki, í tölti á Þokkadís frá Strandarhöfði, í fjórgangi á Kolbeini frá Horni 1 og í fimmgangi á Magna frá Þingholti. Glódís Líf Gunnarsdóttir og Magni frá Spágilsstöðum sigruðu slaktaumatölt ungmenna. Elín Sara Færseth og Hátíð frá Hrafnagili unnu töltið í 2. flokki og voru einnig fjórgangssigurvegarar.

Mánamenn voru ánægðir með framkvæmd mótsins og kunnu mótanefnd bestu þakkir fyrir. Þá var dómurum þökkuð sérstaklega góð dómstörf og öllum sjálfboðaliðum sem komu að mótinu með einum eða öðrum hætti.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Frá Mána: „Við fengum virkilega góða styrki frá fyrirtækjum til að aðstoða okkur við að gera mótið að veruleika. Fóðurblandan styrkti okkur með veglegum vinningum, Búvörur styrkti okkur einnig með vinningum, Nettó gaf nokkur gjafabréf og Stapinn á Arnarstapa gaf einnig gjafabréf. Einnig voru önnur fyrirtæki sem styrktu skráningargjöld knapa og vakti það mikla lukku hjá hestamönnum. Viljum við þakka öllum styrktaraðilum kærlega fyrir okkur.“