Frábær stemmning á Sparisjóðsmótinu
Sparisjóðsmót sunddeildar Keflavíkur hófst í morgun. 6 lið mættu til leiks með um 150 keppendur á aldrinum 12 ára og yngri.
Að sjálfsögðu mættu foreldarnir líka og var mikið um að vera í sundmiðstöðinni þegar blaðamann bar að. Krakkarnir komu víðs vegar að og stóðu sig allir vel.
Þetta mót var það síðasta fyrir Aldursflokkameistaramót Íslands sem fer fram í lok næsta mánaðar og virtust krakkarnir vera til alls líklegir þar.
Forráðamenn mótsins voru mjög ánægðir með mótið en sögðust þó hafa viljað sjá fleiri keppendur.Skortur á aðstöðu innanhúss stæði þeim fyrir þrifum vegna þess að sum lið sem ætluðu að mæta á þetta mót fóru frekar á mót í Reykjavík og Hafnafirði sem færu fram í innisundlaugum.
Veðrið var ekki upp á það besta en allir skemmtu sér vel og hlutu hlutu allir krakkarnir verðlaun fyrir þátttöku.
VF-myndir/Þorgils Jónsson