Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Frábær stemmning á Samkaupsmótinu
Laugardagur 6. mars 2004 kl. 17:10

Frábær stemmning á Samkaupsmótinu

Mikið er um að vera í íþróttahúsunum við Sunnubraut í Keflavík og í Njarðvíkunum í dag og á morgun, því nú fer fram Samkaupsmótið, en það er fyrir löngu orðið að einu glæsilegasta barna- og unglingamóti landsins. Þátttakendum hefur stöðugt fjölgað undanfarin ár og nú voru öll met slegin, þannig að erfitt verður að bæta við fleiri liðum og keppendum nema gerðar verði sérstakar ráðstafanir.
Unglingaráð Keflavíkur og Njarðvíkur halda þetta mót og eiga mikinn heiður skilið fyrir það. Falur Harðarson er framkvæmdastjóri mótsins og koma skipulagshæfileikar hans vel í ljós, því allt skipulag og umgjörð er til mikillar fyrirmyndar. Sjá má leikjaniðurröðun og dagskrá hér að neðan, en á henni eru m.a. bíóferðir og kvöldvaka.

Sem dæmi um umfang má nefna nokkrar tölur:
þátttakendur eru um 720
liðin eru 101
með þjálfurum og öðrum aðstoðarmönnum má gera ráð fyrir vel á annað þúsund gestum
leikir eru 250 (hvert lið leikur 5 leiki)
útvega þarf því 125 dómara (ef hver dæmir 2 leiki)
allir keppendur fá nesti sem er innifalið í mótsgjaldi (mikið af samlokum)
og fleira og fleira . . .
Ástæða er til að skora á bæjarbúa að kíkja í íþróttahúsin því þar ræður gleðin ríkjum um þessa helgi.

Af vef Keflavíkur.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024