Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Frábær markvarsla Brynjars dugði Njarðvíkingum ekki
Brynjar hefur átt frábæra leiki í markinu með Njarðvík í sumar.
Sunnudagur 2. júní 2019 kl. 14:42

Frábær markvarsla Brynjars dugði Njarðvíkingum ekki

Frábær markvarsla hins 19 ára Brynjars Atla Bragasonar í marki Njarðvíkur dugði ekki gegn Fjölni í leik liðanna í Inkasso-deildinni í knattspyrnu í Grafarvoginum í gær. Fjölnismenn skoruðu eina mark leiksins á 85. mínútu og við þennan sigur komst liðið úr Grafarvoginum á topp deildarinnar með 12 stig.

Keflvíkingar eru í 2.-3. sæti með 10 stig og Njarðvíkingar eru í 7. sæti með 7 stig. Rafn Markús þjálfari UMFN sagði við fotbolti.net eftir leikinn að liðið þyrfti að skora mörk til að vinna leiki en að öðru leyti var hann ánægður með liðið í leiknum gegn Fjölni sem náði að skora sigurmarkið í blálokin.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024