Frábær lokasprettur tryggði Keflavíkursigur
Keflvíkingar sóttu góðan útisigur til Þorlákshafnar í gær, þegar þeir lögðu Þórsara 93-94 í Domino's deild karla. Keflvíkingar áttu frábæran fjórða leikhluta sem þeir unnu með 11 stigum. Þannig vannst góður sigur sem tryggir að Keflvíkingar hanga á toppnum ásamt KR.
Þeir Darrel Keith Lewis (29/4 fráköst) og Michael Craion (28/9 fráköst), voru atkvæðamestir hjá Keflvíkingum en Magnús Gunnarsson sýndi að hann er óðum að komast í gang eftir meiðsli.
Þór Þ.-Keflavík 93-94 (19-20, 25-29, 33-18, 16-27)
Keflavík: Darrel Keith Lewis 29/4 fráköst, Michael Craion 28/9 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 14, Valur Orri Valsson 10/4 fráköst, Gunnar Ólafsson 6/5 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 6, Guðmundur Jónsson 1/6 fráköst, Hilmir Gauti Guðjónsson 0, Hafliði Már Brynjarsson 0, Birkir Örn Skúlason 0, Aron Freyr Kristjánsson 0, Andri Daníelsson 0.