Frábær lokasprettur skilaði sigri
Grindvíkingar mörðu fríska nýliða Breiðabliks
Grindvíkingar hristu af sér spræka Breiðabliksmenn og fögnuðu 95-86 sigri í fyrstu umferð Domino’s deildar karla í körfubolta í kvöld. Grindvíkingar voru sterkari í fyrri hálfleik en í þriðja leikhluta bitu Blikar rækilega frá sér. Grindvíkingar settu svo í fimmta gír undir það síðasta og kláruðu nýliðana á heimavelli sínum með frábæru áhlaupi.
Jordy Kuiper var atkvæðamestur Grindvíkinga með 24 stig og 12 fráköst. Sigtryggur Arnar Björnsson skoraði 22 og Terrell Vinson bætti 14 við.