Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Frábær heimsókn frá Danmörku
Hópurinn slakaði á í Lóninu eftir erfiða æfingu. Mynd: keflavik.is
Þriðjudagur 22. október 2013 kl. 08:24

Frábær heimsókn frá Danmörku

Elstu sundmenn ÍRB áttu frábæran dag með glæsilegum hópi 10 danskra sundmanna frá Álaborg sem heimsóttu félagið á dögunum. Í hópnum voru m.a. Mia Nielsen verðlaunahafi af HM og Viktor Bromer verðlaunahafi af EM. Eftir að hafa tekið hefðbundna morgunæfingu syntu 14 elstu krakkarnir með danska liðinu undir stjórn Eyleifs Jóhannessonar. Eyleifur hefur verið yfirþjálfari Álaborgarliðsins í 6 ár og skilað þar góðum árangri. Í ár var hann valinn þjálfari ársins í Danmörku.

Eftir sameiginlegu æfinguna fór allur hópurinn saman í Bláa Lónið og naut þar lífsins. Eftir lónið var slegið í grillveislu þar sem foreldrar ÍRB-liða grilluðu girnilega borgara ofan í sísvanga sundfólkið. Eftir góða máltíð talaði Leifi um reynslu sína sem þjálfari og hvað þarf til þess að verða frábær sundmaður.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nánar má lesa um heimsóknina á heimasíðu Keflvíkinga.