Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Frábær endurkoma Víðismanna
Mánudagur 19. maí 2014 kl. 09:13

Frábær endurkoma Víðismanna

Víðismenn gerðu jafntefli við Grundfirðinga á heimavelli 3-3, þegar liðin áttust við í 3. deild karla í knattspyrnu á laugardag. Leikurinn fór fram á Garðsvelli í Garði en það voru heimamenn í Víði sem tóku forystuna snemma leiks. Þar var á ferðinni Arnar Freyr Smárason með mark á 3. mínútu. Gestirnir frá Grundarfirði náðu forystunni fyrir leikhlé með tveimur mörkum. Staðan var svo orðin 1-3 þegar skammt var liðið af síðari hálfleik og allt útlit fyrir að gestirnir færu með sigur af hólmi. Víðismenn voru ekki á þeim buxunum og með mörkum frá Guilherme Emanuel Silva Ramos og Garðari Sigurðssyni tókst þeim að jafna leikinn í 3-3 þegar rúmar 20 mínútur voru eftir af leiknum. Fleiri mörk voru þó ekki skoruð og niðurstaðan því jafntefli í markaleik.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024