Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Frábær endurkoma Grindvíkinga
Ólafur Ólafsson var sjóheitur gegn KR og skoraði 25 stig. Vf-mynd/karfan.is
Mánudagur 24. apríl 2017 kl. 22:58

Frábær endurkoma Grindvíkinga

Suðurnesjamennirnir voru ekki tilbúnir í sumarfrí.

Grindvíkingum tókst hið ótrúlega í þriðja úrslitaleiknum gegn KR í Domino’s deildinni í körfubolta þegar þeir lögðu Vesturbæjarliðið í frábærum leik í kvöld í Frostaskjóli, þegar KR gat tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn. Lokatölur urðu 86-91 og Grindvíkingar voru yfir allan tímann.

Það áttu fáir von á því að því að Grindavík myndi stoppa KR eftir að hafa hent frá sér sigri í öðrum leik liðanna í Grindavík. Það gerðist hins vegar og Grindvíkingar voru gríðarlega einbeittir, sjóðheitir í skotunum og margir leikmenn voru með mikið framlag. Þeir leiddu í rúmlega 38 mínútur af 40 og voru gríðarlega einbeittir. „Grindvíkingar voru með valdið í þessum leik“, sagði Kristinn Friðrikssson, einn sérfræðinga Stöðvar 2 sports eftir leikinn og það voru orð að sönnu. Þó svo að KR-ingum tækist að minnka muninn undir lokin var það bara of lítið. „Ég er mjög hreykinn af mínu liði og þetta var frábær frammistaða,“ sagði Jóhann Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga eftir leikinn sem náði að „mótivera“ sína menn í þessum þriðja leik.

Stig UMFG: Grindavík: Ólafur Ólafsson 25/9 fráköst, Lewis Clinch Jr. 21/8 fráköst/11 stoðsendingar, Dagur Kár Jónsson 14/5 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 13/6 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 10/5 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 8/12 fráköst.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Karfan.is ræddi við Jóhann Ólafsson, þjálfara Grindavíkur eftir leikinn. Sjá ítarlegri umfjöllun á karfan.is.