Frábær byrjun tryggði fyrsta sigurinn
Grindvíkingar unnu góðan sigur á Hamarskonum á heimavelli sínum, 93-80, í fyrstu umferð Domino's deildar kvenna í körfubolta. Grindvíkingar náðu öruggri forystu í fyrsta leikhuta sem þær héldu allt til leiksloka. Rachel Tecca skoraði 32 stig fyrir Grindvíkinga í leiknum og María Ben Erlingsdóttir 22.
Tölfræðin
Grindavík-Hamar 93-80 (29-11, 26-29, 23-19, 15-21)
Grindavík: Rachel Tecca 32/8 fráköst, María Ben Erlingsdóttir 22/8 fráköst, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 9, Ásdís Vala Freysdóttir 8/8 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 8/10 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 7, Jeanne Lois Figeroa Sicat 3/5 stoðsendingar, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 3, Ingibjörg Jakobsdóttir 1/7 stoðsendingar, Guðný Dröfn Guðbjartsdóttir 0, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 0, Hrund Skuladóttir 0.