Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Frábær árangur ungmenna á Scania Cup 2023
Scania Cup-meistarar Keflavíkur í 7. flokki kvenna. Aðsendar myndir
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 13. apríl 2023 kl. 09:39

Frábær árangur ungmenna á Scania Cup 2023

Besti árangur íslensks kvennaliðs á mótinu

Fjögur körfuknattleikslið frá Reykjanesbæ, þrjú á vegum körfuknattleiksdeildar Keflavíkur og eitt frá Njarðvík, tóku þátt í Norðurlandamótinu Scania Cup í Svíþjóð um síðustu helgi og stóðu sig frábærlega.

Keflavík sendi lið í 7. flokki karla og 7. flokki kvenna sem spiluðu sex leiki hvort um sig og unnu þá alla. Keflavík stóð því uppi sem Scania Cup-meistarar í báðum þessum flokkum og þess má geta að 7. flokkur kvenna er fyrsta íslenska kvennaliðið til að verða Norðurlandameistari – árangurinn er sá besti sem íslenskt kvennalið hefur náð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Scania Cup-meistarar Keflavíkur í 7. flokki karla.
Keflavík, 7. flokkur kvenna.

Frá Keflavík fór einnig 10. flokkur kvenna sem spilaði sex leiki á mótinu. Þær sigruðu fjóra leiki af sex og enduðu í fimmta sæti á mótinu sem er virkilega flottur árangur á þessum aldri.

Keflavík, 10. flokkur kvenna.

Njarðvík sendi lið í 9. flokki kvenna sem stóð sig einnig frábærlega en þær unnu sinn riðil, átta liða úrslit og undanúrslit en þurftu að lokum að játa sig sigraðar í úrslitaleiknum.

Silfurlið Njarðvíkur í 9. flokki kvenna. Mynd/JBÓ

Eftirtöldum iðkendum einnig var veitt einstaklingsverðlaun:

  • Scania Queen 2008 stúlkur: Hulda María Agnarsdóttir (Njarðvík)
  • Scania Queen 2010 stúlkur: Björk Karlsdóttir (Keflavík)
  • Scania King 2010 drengir: Sigurður Karl Guðnason (Keflavík)
  • Fighting spirit úrslitaleiks 2008 stúlkur: Hólmfríður Eyja Jónsdottir (Njarðvík)
  • Fighting spirit 2010 stúlkur: Kamilla Nótt Bergsveinsdóttir (Keflavík)
  • Fighting spirit 2010 drengir: Ágúst Ingi Kristjánsson (Keflavík)
  • MVP úrslitaleiks 2008 stúlkur: Kristín Björk Guðjónsdóttir (Njarðvík)
  • MVP í úrslitaleik 2010 stúlkur: Lísbet Lóa Sigfúsdóttir (Keflavík)
  • MVP í úrslitaleik 2010 drengir: Arnar Freyr Elvarsson (Keflavík)

Frá vinstri: Hulda María Agnarsdóttir Scania Queen 2008. | Björk Karlsdóttir Scania Queen 2010. | Sigurður Karl Guðnason Scania King 2010.


Að lokum voru Keflvíkingarnir Björk Karlsdóttir, Sigurður Karl Guðnason og Bartosz Porzezinski öll valin í úrvalslið Scania Cup í sínum aldurshópi og Njarðvíkingarnir Hulda María Agnarsdóttir og Sara Björk Logadóttir voru valdar í úrvalslið 2008 árgangsins.

Hulda María Agnarsdóttir og Sara Björk Logadóttir í úrvalsliði 2008 árgangsins.

Frábær árangur og ljóst að körfuknattleikurinn á bjarta framtíð í Reykjanesbæ.