Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Frábær árangur Njarðvíkinga á Norðurlandamótinu í júdó
Miðvikudagur 25. maí 2016 kl. 10:00

Frábær árangur Njarðvíkinga á Norðurlandamótinu í júdó

Um helgina fór fram Norðurlandameistaramótið í Júdó. Njarðvíkingarnir Bjarni Darri Sigfússon, Ægir Már Baldvinsson og Heiðrún Pálsdóttir voru valin í hópinn sem átti að keppa á mótinu en aðeins Bjarni og Ægir kepptu því Heiðrún handleggsbrotnaði á Íslandsmótinu fyrir nokkrum vikum og þurfti því að sitja heima.

Þeir Bjarni og Ægir stóðu sig mjög vel, Bjarni hafnaði í fjórða sæti og Ægir í því áttunda. Bjarni byrjaði keppni á laugardagsmorgninum í flokki yngri en 18 ára.  Í fyrstu viðureing stjórnaði hann allan tíman og endaði með að þvinga andsæðing sinn til uppgjafar með svokölluðu boga og örva hengingu. Bjarni sigraði svo aðra viðureing á sama uppgjafartaki. Sigurganga Bjarna hélt svo áfram í þriðju glímu þar sem hann náði armlás á andstæðing sinn. Þegar þarna kom við sögu var hann kominn í undanúrslit. Í fjórðu viðureign meiddist Bjarni en fram að því hafði viðureignin verið nokkuð jöfn. Hann tapaði þeirri viðureign á fastataki. Hann ákvað að berjast „einhentur“ um þriðja sætið. Sú viðureign fór þannig að Bjarni tapaði og þurfti í kjölfarið að draga sig úr keppni í næsta aldursflokki.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fyrsta viðureign Ægis í flokki 18 ára og yngri var mjög erfið, viðureignin var löng en Ægir þurfti að játa sig sigraðan í lok viðureignarinnar.  Þar með var þáttöku hans í þessum flokki lokið.  En Ægir var einnig skráður í flokk 21 árs og yngri þar tapaði hann fyrstu viðureing en fékk tækifæri á annari viðureign í sextán liða úrslitum.  Í þeirri viðureign kastaði hann andstæðing sínum á frábæru ippon axlarkasti. Þar með var hann kominn í átta manna úrslit en tapaði viðureigninni um sætið í undanúrslitum. Þetta keppnistímabil hefur verið með ólíkindum hjá Njarðvíkingum og þessi árangur einn sá besti sem hefur náðst að sögn Guðmundar Stefáns Gunnarssonar þjálfar hjá Njarðvíkingum.