Frábær árangur Lífsstílsfólks
Lífsstíls Meistarinn fór fram í Íþróttahúsinu við Sunnbraut sl laugardag og komu keppendur allsstaðar að af landinu. Enn eitt þátttökumetið var slegið þar sem 388 keppendur mættu til leiks, sem gerir Lífsstíls meistarann enn og aftur að lang stærsta þrekmóti sem haldið hefur verið á Íslandi. Lífsstílsfólk setti heldur betur svip sinn á mótið með glæsilegum árangri og voru á verðlaunapalli í öllum flokkum, hvort sem um var að ræða einstaklings- para- eða liðakeppni.
Eins og nafnið gefur til kynna þá er það Líkamsræktarstöðin Lífsstíll sem heldur mótið og sér um alla framkvæmd þess. Að sögn Vikars í Lífsstíl þá þarf gífurlega margar hendur til að svona mót gangi upp og voru um 80 manns sem komu að mótinu með dómgæslu, tímavörslu, tækjaflutningum og fleira. Lífsstíll vill koma fram þakklæti til allra þeirra sem aðstoðuðu við mótið en eins og Vikar sagði þá hefði þetta aldrei gengið upp nema með þessari miklu aðstoð sem hann fékk.
Fleiri myndir frá mótinu má sjá á ljósmyndavef Víkurfrétta með því að smella hér.
Árangurinn var sem hér segir:
Einstaklingskeppni í opnum flokki kvenna:
Kristjana Hildur í 2. sæti.
Ragnheiður Sara í 6. sæti.
Hrefna Sif í 11. sæti.
Alexandra Cruz í 14. sæti.
Árdís Lára í 20. sæti.
Einstaklingskeppni í opnum flokki karla:
Vikar Sig. í 2. sæti.
Daníel Þórðarson í 3. sæti.
Andri Þór í 18. sæti.
Bjarni Kristjáns. í 35. sæti.
Guðlaugur Helgi í 49. sæti.
Einstaklingsflokkur kvenna 39+:
Kristjana Hildur í 1. sæti.
Árdís í 7. sæti.
Einstaklingsflokkur karla 39+:
Vikar Sig í 1. sæti.
Bjarni Kristjáns í 9. sæti.
Guðlaugur Helgi í 10 sæti.
Parakeppni í opnum flokki:
Helena og Lloyd í 1. sæti.
Vikar og Kristjana í 2. sæti.
Þorbjörn og Sara í 3. sæti.
Sigmundur og Þurý í 7. sæti.
Svenni og Árdís í 19. sæti.
Parakeppni 39+:
Vikar og Kristjana í 1. sæti.
Sigmundur og Þurý í 2. sæti.
Svenni og Árdís í 8. sæti.
Liðakeppni í opnum flokki:
5 Fræknar í 3. sæti.
Dirty nine í 8. sæti.
Gyðjurnar í 20. sæti.
SS sveitin í 26. sæti.
Liðakeppni í flokki 39+:
Dirty nine í 1. sæti.
SS sveitin í 4. sæti.
Liðakeppni í karla flokki:
LS Orka í 3. sæti.
Þetta er upptalning á árangri Lífsstílsfólks en heildar úrslit má sjá á threkmot.is og lifsstill.net.