Frábær árangur hjá dönsurum
Á laugardag tók fríður hópur dansara úr DansKompaní þátt í forkeppni danskeppninnar Dance World Cup sem haldin var í Borgarleikhúsinu.
Dansskólinn DanskKompaní í Reykjanesbæ sendi fjórtán atriði í keppnina og unnu þau öll til verðlauna, tólf gullverðlauna og tvenn silfur. Við þetta bætist að þrenn atriði skjólans unnu til sérstakra dómaraverðlauna. Magnaður árangur hjá keppendum skólans sem unnu sér allir sæti í landsliðinu fyrir vikið.