Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Frábær árangur hjá Anítu Lóu í London
Mánudagur 7. október 2013 kl. 11:51

Frábær árangur hjá Anítu Lóu í London

Suðurnesjadansarinn Aníta Lóa og herrann hennar Pétur Fannar voru í hrinu stórmóta í London í nýliðinni viku. Þau náðu þeim frábæra árangri að fá 3. sætið í keppni sem heitir UK 10 Dance Championchips og voru þar öll sterkustu danspör heims sem mættust þar. Sigurvegarar mótins voru par frá Úkraínu og 2. sætið fór til Kína.
 
Næsta dag kepptu þau í móti sem heitir Imperial og náðu þau þar 5. sæti í Standard dönsum og því 8 í Latin dönsum.
 
Í International keppninni náðu þau þeim frábæra árangri að komast í undanúrslit í Standard dönsum. Það voru um 130 pör sem byrjuðu keppnina og var niðurstaðan sú glæsilegasta.
 
Þetta er afar góður árangur hjá þeim, segir Esther Níelsdóttir, móðir Anítu Lóu.
 
Framundan er heimsmeistaramót í París í byrjun desember og eru æfingar því mjög strangar nú og svo náttúrulega fjáröflun í leiðinni. Ef einhverjir hafa áhuga á að fá þau í sýningar þá er það í boði má hafa samband við þau í síma 894 1353.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024