Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Frábær árangur hjá 18 ára liði Íslands í körfubolta
Elvar Friðriksson og Valur Orri Valsson hafa verið lykilmenn það sem af er móti.
Mánudagur 13. ágúst 2012 kl. 10:30

Frábær árangur hjá 18 ára liði Íslands í körfubolta

Lið Íslendinga í körfubolta karla, skipað leikmönnum undir 18 ára aldri er aldeilis að gera það gott í B-keppni Evrópumótsins sem fram fer í Bosníu þessa dagana.

Lið Íslendinga í körfubolta karla, skipað leikmönnum undir 18 ára aldri er aldeilis að gera það gott í B-keppni Evrópumótsins sem fram fer í Bosníu þessa dagana.

Fysta tap liðsins kom þó í gær gegn Svíum þar sem lokatölur urðu 92-83. Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson var stigahæstur í íslenska liðinu með 22 stig og 3 fráköst, Martin Hermannsson bætti við 20 stigum og 3 stoðsendingum og Keflvíkingurinn Valur Orri Valsson gerði 11 stig og gaf 6 stoðsendingar. Þeir Elvar og Valur hafa verið drjúgir en einnig hefur Njarðvíkingurinn Maciej Baginski staðið fyrir sínu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Íslendingar höfðu áður unnið sterkt lið Svartfjallalands, Sviss og Norðmanna og liðið vakið verðskuldaða athygli fyrir vasklega framgöngu.

Staðan í riðli Íslendinga er nú frekar athyglisverð en Svíar, Íslendingar, Svartfellingar og Finnar eru öll jöfn með sjö stig en tvö efstu liðin komast í 8-liða úrslit B-deildar. Íslendingar leika gegn Finnum á morgun en þar verður um sannkallaðan úrslitaleik að ræða.




Á morgun mætast Ísland og Finnland í síðasta leik riðilsins kl. 16:30 að íslenskum tíma en tvö efstu liðin komast upp úr riðlinum.