Frábær árangur Grindvíkinga í júdó
Júdómót var haldið í íþróttahúsinu í Grindavík síðastliðinn sunnudag. Þar mættust Grindavík, ÍR og Ármann. Mótið fór vel fram og krakkarnir stóðu sig allir með mikilli prýði. Júdóliðið okkar í Grindavík stóð sig frábærlega og hér kemur árangur þeirra á mótinu:
Í 8-9 ára stúlknaflokki sigraði Heiðrún Fjóla Pálsdóttir, Stefaný Þórólfsdóttir varð í öðru sæti og Belinda Berg Jónsdóttir í því þriðja. Þess má geta að Belinda var léttust í sínum flokki og glímdi af miklum krafti og á hrós skilið fyrir það. Í flokki 7 ára drengja vann Andri Hrafn Vilhjálmsson fyrstu verðlaun og Fernandó Þórólfsson varð annar. Í 7-8 ára flokki drengja í millivigt vann Friðfinnur Sigurðsson fyrstu verðlaun og Hákon Haraldsson varð í öðru sæti og Júlíus Jóhannsson í því þriðja. Í flokki 8 ára drengja vann Sigurjón Rúnarsson fyrstu verðlaun og Jason Hilmarsson varð þriðji. Í flokki 9-10 ára drengja varð Daníel Andri í fyrsta sæti og Markús Halldórsson í fjórða sæti. Í 9-10 ára flokki drengja í léttvigt varð Karel Halldórsson í fyrsta sæti, Ævar Ámundínusarson í öðru sæti og Guðjón Alex Guðjónsson í því þriðja. Í flokki 10 ára drengja í millivigt hreppti Smári Stefánsson annað sætið og sýndi frábæra tæknikunnáttu í glímunum sem hann glímdi, þess má geta að hann tók glæsilegt kast sem heitir harai goshi. Í 10 ára flokki drengja varð Marsin Ostrowski í fyrsta sæti og sýndi mikla ákveðni og sjálfsöryggi í glímunum sem hann glímdi.
Sérstök tækniverðlaun voru veitt fyrir tæknilega rétt og flott kast í mótinu, þau verðlaun hlaut Heiðrún Fjóla Pálsdóttir. Hún kastaði andstæðingi sínum á kasti sem heitir ippon seoinage, einnig beitti hún góðri tæknikunnáttu í hinum glímunum sínum.
Þessi verðlaun sem er eignabikar eru sérstaklega veitt til að ýta undir vilja krakkanna til að læra júdóbrögðin og vanda sig þegar þau kasta andstæðingnum.
Júdódeild Grindavíkur þakkar ÍR og Ármanni fyrir drengilega keppni, sjáumst að ári liðnu.
Höfundur: Katrín Ösp Magnúsdóttir júdóþjálfari
(mynd úr safni)