Frábær árangur á júdómóti
Íslandsmót yngri iðkenda í júdó fór fram þann þann 14. apríl sl. Júdódeildir Grindavíkur og Þrótti Vogum sendu iðkendur til keppni og stóðu þeir sig með stakri prýði en nokkrir iðkendur komust á pall þar sem þeir nældu sér í gull, silfur eða brons.
„Ég er gríðarlega stoltur af hópnum mínum og ég hef fylst með þessum krökkum vaxa úr grasi en ég hef þjálfað þau í sex ár og sumir iðkendur hafa verið hjá mér öll sex árin“, segir þjálfari hópsins, Arnar Már Jónsson.
Verðlaunahafar mótsins:
UMFG:
Dr. U13 -55 kg:
2. sæti: Snorri Helgason
3. sæti: Arnar Öfjörð
Dr. U13 -66 kg:
1. sæti: Björn Guðmundsson
Dr. U13 -46 kg:
7. sæti Kent Mazowiecki
Dr. U15 -46 kg:
1. sæti Hjörtur Klemensson
St. U18 -70 kg:
4. sæti Olivia Mazowecka
Dr. U18 -50 kg:
2. sæti: Adam Latowski
4. sæti: Róbert Latowski
Dr. U21 -90kg:
2. sæti Aron Arnarsson
UMFÞ:
U13 -46 kg:
1.sæti: Patrekur Unnarsson
5. sæti: Samúel Pétursson
Dr. U13 -66
3. sæti: Jökull Harðarson